Norðurslóðir og þekkingareyjan Ísland

Birtist í Morgunblaðinu 18.maí  2021

Eft­ir Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur: „Hug­vitið er upp­spretta ný­sköp­un­ar og stærsta auðlind okk­ar, auðlind sem við get­um virkjað enda­laust.“

Áhugi á mál­efn­um norður­slóða er mik­ill og fer vax­andi, þar fara norður­slóðarík­in Banda­rík­in, Kan­ada, Rúss­land og Norður­lönd­in auðvitað fremst í flokki en áhug­inn er síst minni hjá lönd­um sem eru fjarri norður­slóðum. Bráðnun íss­ins opn­ar nýj­ar sigl­inga­leiðir sem stytta sigl­inga­leiðina milli Asíu og Evr­ópu um allt að 40%. Því fylgja ýmis tæki­færi, á svæðinu eru auðlind­ir en síðast en ekki síst hafa flest ríki áttað sig á að þær miklu breyt­ing­ar sem eru að verða á svæðinu sök­um lofts­lags­breyt­inga hafa áhrif á okk­ur öll. Ekki bara okk­ur sem búum á norður­slóðum. Ríki og ríkja­sam­bönd eru ekki ein um að hafa áhuga á svæðinu, tæki­fær­um og ógn­un­um sem þar lúra held­ur hef­ur at­vinnu­lífið og fjöldi fé­laga­sam­taka mik­inn áhuga á svæðinu. Fyr­ir Ísland fel­ast marg­vís­leg tæki­færi í aukn­um alþjóðleg­um áhuga á norður­slóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norður­skauts­ríkj­anna í austri og vestri, er Ísland í ákjós­an­legri aðstöðu til að marka sér enn frek­ar sess sem vett­vang­ur umræðu og ráðstefnu­halds um norður­slóðir. Rann­sókn­ir eru for­senda þess að greina megi þær öru breyt­ing­ar sem eru að eiga sér stað á norður­slóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norður­slóðarann­sókn­ir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt sam­starf. Þarna liggja mik­il sókn­ar­færi fyr­ir Ísland að vera vett­vang­ur op­inn­ar umræðu um rann­sókn­aniður­stöður, leiða sam­an rann­sak­end­ur frá ýms­um lönd­um, finna leiðir til að hag­nýta rann­sókn­aniður­stöður og stuðla að ný­sköp­un. Það er því mik­il­vægt að nýta krafta fræðasam­fé­lags­ins sem heild­ar hér á landi til að nýta sem best þekk­ingu þess og reynslu. Enda eru verk­efni framtíðar­inn­ar krefj­andi og kalla á fram­sýn­ar lausn­ir, öfl­ugt sam­starf og víðtæka þátt­töku fræðasam­fé­lags­ins í sam­starfi við einkaaðila, sveit­ar­fé­lög og ríki.

Hring­borðið

Hring­borð norður­slóða (Arctic Circle) hef­ur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvett­vang­ur­inn um mál­efni svæðis­ins. Árleg þing þess í Hörpu í Reykja­vík hafa að jafnaði verið sótt af rúm­lega tvö þúsund gest­um víðs veg­ar að – jafnt ráðamönn­um, fræðafólki og full­trú­um grasrót­ar­sam­taka og at­vinnu­lífs. Auk þess hef­ur Hring­borðið haldið fjöl­menn málþing og ráðstefn­ur víða um heim. Í því skyni að treysta til framtíðar stoðirn­ar und­ir starf Hring­borðs norður­slóða er haf­inn und­ir­bún­ing­ur að stofn­un norður­slóðaset­urs á Íslandi, sem kennt yrði við Ólaf Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seta Íslands og hvata­mann að stofn­un þess. Einnig má líta til mögu­leika á að efla tví­hliða og fjöl­hliða sam­starf á sviði norður­slóðarann­sókna og fræða, sem og um sjálf­bæra ný­sköp­un­ar­starf­semi.

Ný­sköp­un er ekki bara æski­leg held­ur nauðsyn­leg til að tryggja efna­hags­lega vel­gengni þjóðar­inn­ar en líka til að leysa stærsta úr­lausn­ar­efni sam­tím­ans sem er hnatt­ræn hlýn­un. Hug­vitið er upp­spretta ný­sköp­un­ar og stærsta auðlind okk­ar, auðlind sem við get­um virkjað enda­laust.

Previous
Previous

Norðurslóðir: Tækifæri og ógnanir

Next
Next

Norðurslóðaríkið Ísland