Á hver að ráða sínum næturstað?
Birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 2020
"Ég sé enga ástæðu fyrir opinberri íhlutun um jarðneskar leifar fólks og mér finnst að fólk eigi að hafa frelsi til að ákvarða sinn hinsta náttstað."
Ástandið í Hvíta-Rússlandi
Birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 2020
Ástandið í Hvíta-Rússlandi er eldfimt eftir forsetakosningar þar sem öllum er orðið ljóst að svindlað var. Evrópusambandið viðurkennir ekki úrslit forsetakosninganna þar í landi og þegnar Hvíta-Rússlands segja hingað og ekki lengra.
Frelsi til að hvíla
Birtist á Vísi 21. júlí 2020
Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt.
Frelsið í lífi og dauða
Birtist í Morgunblaðinu 21. júlí 2020
Dánaraðstoð er kannski ekki algengasta umræðuefnið á kaffistofum eða í heitapottinum en þó er þetta mikilvægt mál sem öðru hverju kemur upp í samfélagsumræðunni.
Hvernig mælum við gæði
Birtist í Fréttablaðinu 9. desember 2019
að er ýmislegt sem við stjórnmálamenn erum gagnrýnd fyrir, stundum með réttu og stundum með röngu. Nú heyrist því kastað fram að þjóðkjörnir fulltrúar fari ekki að vilja þjóðarinnar og vísað til þess að Ísland verji 8,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) til heilbrigðismála samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu OECD en meðaltal OECD-ríkja er 8,8 prósent og öll hin Norðurlöndin eru yfir 9%.
Fjárlög næsta árs á einni mínútu
Birtist á Vísi 5. desember 2019
Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Barðastrandaræningjarnir hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020.
Spilling og mútur
Birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember 2019
Fréttir bárust af því á dögunum að íslenskt fyrirtæki hafi á erlendri grundu orðið uppvíst að meintum lögbrotum. Sögð var saga spillingar, mútubrota og peningaþvættis sem náði þvert yfir landamæri margra landa.
Betri raforkumarkaður
Birtist á Vísi 30. ágúst 2019
Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga.
Fortíð, framtíð - og dagurinn í dag
Birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst 2019
Sumum þykir betra að sjá fortíðina í hillingum og finna samtíðinni margt til foráttu. Sumir ala á ótta yfir því óvænta og ófyrirsjáanlega og líta á framtíða sem ógnun við óbreytt ástand. Sumir segja að allt hafi verið betra í gamla daga.
Frelsið er yndislegt en það má alltaf gera betur
Birtist á Vísi 9. júlí 2019
Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.
Mjúk lending, ferðaþjónusta í vörn
Birtist á Kjarnanum 3. júlí 2019
Eftir sögulegt hagvaxtarskeið íslensku þjóðarinnar er hagkerfið okkar að lenda og stóra áskorunin er, eins og áskorun allra flugstjóra, mjúk lending. Allt virðist benda til þess að við séum að ná einmitt því, mjúkri lendingu. Óhætt er að segja að gjaldþrot WOW hafi ollið töluverðri hræðslu og ótta hjá mörgum.
Plastið flutt til útlanda
Birtist á Vísi 13. júní 2019
Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna.
Málþófið er séríslenskt
Birtist á Vísi 23. maí 2019
Lengi vel þótti það vitnisburður um elju og þrótt að vinna langa daga, en sú skoðun hefur á undanförnum árum látið undan þar sem við horfum til afkasta í stað vinnustunda.
Vönduð málsmeðferð um þriðja orkupakkann
Birtist í Morgunblaðinu 21. maí 2019
Við sem sitjum í utanríkismálanefnd höfum á síðustu vikum fjallað ítarlega um þriðja orkupakkann – þingsályktunartillögu um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara og þannig staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um þriðja orkupakkann.
EES samningurinn 25 ára
Birtist í Mosfellingi 2. maí 2019
Fyrir 25 árum opnaðist um 500 milljóna markaður fyrir íslenskum fyrirtækjum með inngöngu í EES. Samningurinn var umdeildur á sínum tíma en samningurinn hefur fært okkur mikla velsæld.
STÓRA MÁLIÐ
Birtist í Morgunblaðinu 23. september 2019
Það er furðulegt til þess að hugsa að enn þá árið 2019 séu uppi efasemdir um þá náttúruvá sem stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Sem betur fer er stærstur hluti þingheims sannfærður um þessa staðreynd og staðráðinn í að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að hemja þessa vá.
Þarf ríkið að selja Landsvirkjun?
Birtist í Morgunblaðinu 18.apríl 2019
Skoðanakannanir, sem framkvæmdar hafa verið á síðustu árum, benda til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji halda eignarhaldi ríkisins á Landsvirkjun óbreyttu. Það er því mikilvægt að árétta að reglur þriðja orkupakkans kalla ekki á einkavæðingu á raforkufyrirtækjum.
EES, orka og allskonar
Birtist á Kjarnanum 15. apríl 2019
Ísland er lítið eyland í miðju Atlantshafi. Í því felast bæði ógnanir og tækifæri. Utanríkisviðskipti eru minni löndum mikilvægari en þeim stóru og þannig byggja lífsgæði okkar að stórum hluta á utanríkisviðskiptum.
Lenging fæðingarorlofs mikilvægt samfélagsmál
Birtist á Kjarnanum 1. apríl 2019
Lenging fæðingarorlofs er í senn risastórt hagsmunamál barna og foreldra en ekki síður mikilvæg aðgerð fyrir samfélagið allt. Það er mikilvægt fyrir þroska barnsins að fá tækifæri til að njóta fyrsta árs ævi sinnar fyrst og fremst í faðmi foreldra sinna.